Meiri orka

Meiri orku og minni bjúg, skrifar Júlía í pistli vikunnar og deilir vænni, grænni uppskrift.

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhagasalat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa og minnka bjúg, styrkja þarmaflóruna, bæta orku líkamans, byggja upp ónæmiskerfið, minnka kviðfitu og draga fram náttúrulegan ljóma!

Grænt salat hjálpar einnig til við að slá á sykurlöngun vegna beiska bragðsins sem kemur frá þeim, svo er það líka rosalega steinefnaríkt, ríkt af trefjum og próteini!

Það er auki innihalda grænu laufblöðin kalsíum, magnesíum, járni, fosfati, kalíum, zinki og A,C,E og K vítamínum.

Það að blanda grænu salati í blandara auðveldar líkamanum upptöku næringarefna.

 

shutterstock_300104726

Krækiberjabomba fyrir meiri orku og hreinsun

2 góð handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

1 bolli möndlumjólk  (uppskrift neðar eða notið aðkeypta)

1 banani

2 msk chia fræ lögð í bleyti

Græn duft 

1/2 bolli íslensk krækiber, frosin

1/4 bolli (eða meira) hindber, frosin

1 tsk kókosolía brædd


Möndlumjólk

50 gr möndlur

4 bollar Vatn

himalaya salt á hnífsodd eða/og 2-3 steviu dropa frá via health steviu

 

  1. Útbúið möndlumjólk með því að setja möndlur og vatn í blandara og hræra þar til kekkjalaust. Smakkið og bætið við salti eða/og steviu dropum. Hægt er að drekka möndlumjólkina beint úr blandaranum eða setja í hana gegnum grisjupoka til að fá hana tæra. Skiljið c.a. 1 bolla af möndlumjólkinni eftir í blandarakönnunni og geymið rest í kæli. Möndlumjólk geymist fersk í 3-5 daga.
  2. Bætið næst öllum innihaldsefnum nema kókosolíu við í blandarakönnuna og hrærið. Rétt undir lokin má bæta við kókosolíunni og hræra örlítið en kókosolían harðnar hratt ef hún er sett saman með frosnum berjum.

Að bæta við meira af grænu er lykilatriðið að aukinni orku, minni verkjum og til að komast í form á fljótlegan en náttúrulegan hátt.

Heilsa og hamingja,

Júlía,
Lifðu til fulls