Björk hefur iðkað kundalini jóga í 8 ár og hefur því mikla reynslu af mögnuðu áhrifum þess.
Kundalini jóga er andleg og líkamleg iðkun sem samanstendur af virkri öndun í gegnum raðir æfinga, öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrusöngvum, tónlist, dansi og slökun.
Kundalini orkan eða lífsorkan okkar rennur í gegnum orkustöðvarnar 7 og með reglulegri ástundun kundalini jóga virkjar þú orkuna þína sem leiðir til jafnvægis í huga, líkama og sál.
Með reglulegri ástundun kundalini jóga getur þú fundið fyrir auknum áhrifum á tilfinningar, skynjun og sjálfsvitund. Viljastyrkur og lífsgleði eykst.
Kundalini jóga styrkir einnig taugakerfið, stoðkerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið.
Þessi vísindi hafa verið kennd í klaustrum á Indlandi og í Tíbet í þúsundir ára.
Hentar fólki á öllum aldri, bæði byrjendum og jógaiðkendum.