GlóMotion CORE

 

GlóMotion CORE námskeið sem umbreytir lífi þínu og líkama! 
 
* Fyrir alla
* 90 mínútna tímar
* 3 tímar á viku
* 4 vikna námskeið
* Hámark 14 í hópi
* Verð: 24.900 kr. / 3 mán í senn 60.000 kr. / Árskort 216.000 kr. staðgr.
 
Þar sem TRX æfingakerfið er notað í stað lóða eða tækja og unnið með þína líkamsþyngd til að hámarka árangur og virkja og styrkja vöðva. 
 
Við notum nálgun sem kallar á jafnvægi og vitund. Við notum þá mótstöðu sem hentar til að styrkja vöðva , auka snerpu, brennslu, sveigjanleika og úthald. 
 
Hvort sem þú ert byrjandi eða íþróttamaður í toppformi þá eru GlóMotion CORE fyrir þig. Allir ráða við sömu æfingar þar sem hæglega má stjórna álagi æfinga eftir hverjum og einum.
 
GlóMotion CORE eru kraftmiklir tímar og munum við leggja áherslu á meira krefjandi bak og hliðaræfingar í böndunum, stöðuæfingar, TRX mótstöðuæfingar, teygjur og slökun. Kennd eru lífsviðhorf Rope Yoga sem grundvöllur að lífi í kærleika og umhyggju.

 

Rope Yoga/GlóMotion CORE er …

heilrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt/núvitund og lífsspeki til að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og úthald og þróa grunnstyrk sem byggir á kjarnavitund.

Rope Yoga/GlóMotion er nýstárlegt æfingakerfi sem snýr að kviðarholsvöðvunum. Æfingarnar nota athygli, öndun og hreyfanleika með aðgengi að vöðvum til að byggja upp vöðvana og skilvirka meltingu og tryggja hámarksnýtingu hitaeininga.

Kerfið byggir á sjö ólíkum tegundum æfinga, lífsspeki núvitundar og næringarsálfræði
Æfingar í vitund

Rope Yoga bönd/GlóMotion CORE

  • flæðiæfingar
  • öndunaræfingar
  • stöðuæfingar,
  • djúpteygjur/djúpsleppur
  • hægar lyftingar
  • mótstöðuæfingar með eigin líkamsþyngd í TRX-böndum

Allar æfingarnar hafa sín sérkenni en þær eiga það sameiginlegt að megináhersla er lögð á athygli, öndun, líkamsvitund og styrk í kjarna/kvið líkamans.

RopeYoga/GlóMotion – STÖÐUR

Æfingarnar er hannaðar með orkukerfi líkamans í huga. Með því að beita tilteknum stöðum og sérstökum æfingum hvetjum við til þolfimi og virkjum orkustöðvar/orkukerfi líkamans til að hámarka lífafl, flæði og orkuflutning í líkamanum. Þessar æfingar samhæfa líkamsvirkni, styrkja og virkja hryggjarsúluna, stuðla að bættri líkamsstöðu og styðja við opið hjarta.

RopeYoga/GlóMotion – PRANA – LÍFAFL

Æfingarnar hvetja iðkandann til að anda viljandi í vitund og hámarka þannig lífafl og orkuvinnslu líkamans, ástand einingar/veru. Þær stuðla einnig að einingu líkama, hugar, anda og tilfinninga. Hér bæði lærirðu og þjálfar margþættar og skapandi öndunaraðferðir til að hagnýta í daglegu lífi og hámarka þannig virkni hreyfinga og lífsgæði. GlóMotion-öndunaræfingarnar eru kerfisbundnar æfingar framkvæmdar í vitund til að stuðla að flæði alheimsorkunnar PRANA í þinni tilvist og líkama til að hámarka líkamsvirkni og orku eða róa og kyrra hugann/líkamann, þegar það á við. Þeir sem stjórna öndun sinni valda tilvist sinni, viljandi. Æfingarnar samhæfa starfsemi lungnanna og hjartans ásamt því að auka rými rifjahylkisins og þannig rými velsældarheimildar. Þessar djúpþindar- og lungnaþensluæfingar eru hannaðar til að hámarka súrefnishæfni, brennslu, orku, kyrrð og þar með sanna velsæld.

RopeYoga/GlóMotion GRAVITY – Atgervi vitundar

GlóMotion-mótstöðuæfingarnar eru hannaðar til að hagnýta líkamsþyngd og líkamsstöðu/birtingu. Þannig er hægt að hagræða álagi æfinga og mótstöðu í fullri vitund/athygli í því markmiði að sniðganga vöðvaferli sem tengjast ótta og spennu. Þess í stað eru virkjuð vöðvakerfi sem eru hlutlaus/óvirk eða aðgengileg í vitund og skapa þannig mótvægi, jafnvægi og einingu í líkamanum og í lífinu.

RopeYoga/GlóMotion MOBILITY – Flæði, mýkt, reisn og hreyfivitund

GlóMotion-flæðisæfingar auka nærveru og hreyfanleika með því að virkja og tengja vitund kjarnans – kviðarins. Með því að vekja og virkja grindarbotnsvöðvana og djúpkviðinn skapast mótvægi og kviðvitund/kjörnun sem er forsenda þess að hægt sé að losa spennu í mjaðmargrindarvöðvum, bakvöðvum, hálsi og herðum – þetta er það sem við köllum hreyfivitund. Mjaðmir og bak opinbera viðnám í líkamanum einna best og með því að læra að vinna í kvið án þess að beita mjaðma- og fótleggjavöðvum losum við bæði bak og hrygg.

RopeYoga/GlóMotion SLEPPUR— hugleiðsla, slökun og losun

Í GlóMotion köllum við það „sleppur“ sem í jóga og líkamsrækt er kallað teygjur. Að teygja þýðir í flestum tilfellum að lengja í vöðva í tiltekinn tíma og þegar athöfnin endar fer vöðvinn í upphaflega birtingu. Með GlóMotion-sleppum er ásetningurinn að hvetja varanlega losun og mýkt með því að vera í vitund öndunar, opinbera forsendur viðnámsins og breyta síðan viðhorfi til viðnámsins. Þannig fæst varanleg lausn, losun, slökun og rými.

RopeYoga/GlóMotion SKÖNNUN/SLÖKUN – Athygli, hugleiðsla, vitund

Við notum tækni sem er blanda af líkamsvitundaræfingum og staðhæfingum sem eru byggðar á skrefunum sjö. Þessar æfingar þróa með þér kjarnavitund, líkamsvitund og einingu ásamt viðhorfi velsældar. Með þessum æfingum eins og allri nálgun GlóMotion er áhersla lögð á að skapa umgjörð fyrir heildræna vegferð velsældar með því að veita athygli því sem við viljum, frekar en því sem við viljum ekki. Við lærum að hætta að dæma hugsanir okkar og með því að láta af afstöðu og viðhorfum gagnvart þeim öðlumst við tæran huga. Við aftengjum hugsanirnar frá tilfinningunum og í því ástandi er kyrrðina, friðinn og hvíldina að finna.

Kennari:  Guðni Gunnarsson