Facebook Feed

ÞAKKLÆTISÆFINGAR

Á hverjum morgni teljum við blessanir okkar, munum eftir öllu því dásamlega sem við eigum nú þegar og þökkum fyrir það af öllu hjarta. Við skiljum að inni í lifandi holdi okkar er sál sem vill athygli okkar. Við stofnum til samskipta við sálina í gegnum augun í speglinum, í gegnum eyrun með möntrunni okkar og í gegnum húðina með snertingu.

Við iðkum náð og skiljum hversu dýrmætur hver einasti andardráttur er. Við umgöngumst tilveruna eins og kirkju eða bænahús. Við horfum á líf okkar í lotningu – líkamann, heimilið, samböndin, fjölskylduna – og þökkum fyrir að fá tækifæri til að rækta þessa mögnuðu flóru af lífi og sál.
... See MoreSee Less

View on Facebook

VANÞAKKLÆTI ER ÖSKUR SKORTDÝRSINS

Eina fátæktin sem ég hef upplifað og orðið vitni að er vanþakklæti, þ.e. þegar manneskja telur ekki blessanir sínar. Vanþakklæti er hámark fjarverunnar, fíkill á flugi – þegar ég vil ekki vera eins og ég er, hérna, núna. Vanþakklæti er takmarkalaus frekja, háværasta öskur skortdýrsins. Sá sem telur blessanir sínar veit að hann er geisli guðs og að tíðni þakklætis er opinberun geislans. Í þakklæti byrjum við að glóa og gefa af okkur í samræmi við tilfinningar okkar en ekki aðgerðir. Við skiljum að í þakklæti er enginn skortur, aðeins ljós.

Í þakklæti löðum við að okkur á samfelldri tíðni – allar orkustöðvarnar hafa tengst og ferlið sem við unnum að í gegnum skrefin hefur orðið að einingu.

Þá blómstrum við, brosum og opnum okkur til fulls.

Örlæti er aðgerð þakklætisins – þar sem maður deilir sér til fulls. Við getum aðeins verið örlát í augnablikinu og þegar við treystum því að allt sé alltaf nóg.

Örlæti er frjóvgun. Blómin senda frá sér frævur til að deila fegurð sinni með alheiminum. Flugurnar koma til að sækja sér hunangið – lífið heldur áfram.

Í þakklæti skiljum við að allt sem við gefum þiggjum við á sama tíma; það er enginn skortur, engin eymd, ekki sjálfsvorkunn, aðeins tær útgeislun.

Þegar við gefum sendum við heiminum geislana, en geislarnir fara fyrst í gegnum okkur sjálf; við uppljómumst og heilumst.

Við erum fullkomin og fullkomlega komin í ljós.
... See MoreSee Less

View on Facebook

NÚNA SKILJUM VIÐ

Við skiljum að móðir jörð er eins lifandi og við og að við erum heilög mold sem er hold. Við skiljum að öll framkoma okkar í eigin garð verður að framkomu okkar í garð annarra; að í þakklæti verði hvert augnablik að ævintýri þar sem eftirvænting og ástríða skapa orku hins tæra hljóms.

Við horfum á eigið vald og skiljum að við erum orðin að birti sem getur á hvaða augnabliki sem er lýst upp allan heiminn.

Við skiljum að ef við veljum að blessa eitthvað þá verður það blessun – vegna þess að við erum skaparar og allt sem við trúum verður. Í þakklætinu erum við tengd orkusviði heimsins þannig að áhrifin sem við höfum á hann eru margfölduð, vægi hugsana okkar og gjörða magnast.
... See MoreSee Less

View on Facebook