• Home
  • Ingibjörg Gréta

Archives of Ingibjörg Gréta

Ingibjörg Gréta hefur stundað Rope Yoga/Gló motion í mörg ár. Hún er morgunhani og mætir í 6.15 morguntímana þrisvar sinnum í viku. Henni finnst gaman að tengja saman lífsspeki Rope Yoga og æfingarnar og er gjörn á að ræða hlutina í tímum sem gefur okkur hinum einnig tækifæri á að ræða hlutina út frá öllum mögulegum sjónarmiðum.

Ingibjörg Gréta er hamhleypa til verka og þegar hún er ekki í Rope Yoga setrinu, setur hún upp stóra sem smáa viðburði. Þá hefur hún mikla ástríðu fyrir íslenskri hönnun, vinnur að markaðsetningu hönnunar undir merkjum Reykjavik Runway á heimsvísu og eins og þetta sé ekki nóg þá framleiðir hún eigin silkislæðulínu, Saga Kakala í samvinnu við íslenska listamenn og hönnuði.

Coco

Það er dásamleg lífsorka og hamingja falin í því að vera með hund, að byrja daginn á langri göngu um náttúruna er einstakt og gefandi.

Faðmlag

Það er magnað hve eitt faðmlag getur breytt líðaninni. Það reyndi ég á eigin skinni þegar ég faðmaði stíflu úr æsku minni.