Rope Yoga Setrið
Rope Yoga er heilrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk. 

  
Máttur Athyglinnar - Nú-Vitund 
Hefst 10. Apríl 2018
7 Þriðjudagskvöld frá kl 19:00 - 21:00
LIFÐU LÍFINU TIL FULLS Orka, aðhald og varanlegur árangur. Vilt þú skilgreina tilgang þinn og markmið? Vilt þú tendra ástríður þínar og skapa þér sýn? Vilt þú kraft til að breyta mataræðinu? Vilt þú stuðning við að taka til í lífi þínu? Vilt þú hafa meiri orku daglega? Er erfitt að vakna á morgnana? Finnst þér stundum eins og einhver annar stjórni lífi þínu? Ef þú svaraðir JÁ við einni eða fleiri spurningum þá er Máttur athyglinnar - námskeiðið einmitt það sem þú vilt!
> Skráning hér

Rope Yoga Grunnnámskeið 
Hófst 3. Apríl 2018

Skráning ennþá opin
Byrjenda námskeið fyrir alla sem langar til að kynnast Rope Yoga! Markmið námskeiðsins er að nemendur njóti betri tengsla við eigin líkama og huga. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt atgervi og að nemandinn öðlist aukinn styrk, samhæfingu og liðleika.
> Skráning hér

GloMotion CORE 
Alltaf opið og hægt að skrá sig
Kraftmiklir 90 mínútna framhaldstímar með Guðna. Mán-Mið-Fös 6:15, 9:45, 17:15 Mikið aðhald fyrir þá sem vilja taka heilsuna föstum tökum. Það sem þú lærir og öðlast: Öflugan og virkan djúpkvið sem er kjarni þinnar tilvistar. Teygjur sem skila mýkt og flæði. Kraftmikla og skilvirka öndun sem er forsenda orku og úthalds.
> Skráning hér
Djúpnærandi Umbreyting með Arnóri
Föstudagskvöldið 13. Apríl kl 20:00 - 23:00

Við ætlum að koma saman og skapa friðsælt & kærleiksríkt rými þar sem þú getur tengst sjálfum þér og friðsældinni sem býr innra með þér. Við bjóðum þig velkomin/nn með ásetning. Hér er tækifæri til að ferðaast inn á við og leyfa ásetningnum að taka festu djúpt í kjarnanum þínum þar sem hann mun fá að vaxa og dafna! Sleppum taki á því sem þjónar okkur ekki og opnum fyrir nýja og nærandi orku ♥  

>Skráning hér


Djúpslökun og Tónheilun &  með Arnóri
Alltaf á Miðvikudagskvöldum kl 20 - 21:15 Njóta 
Þetta tími sem býður upp á rými þar sem þú getur leyft líkamanum að gefa alveg eftir meðan tilfinningar og hugur fá að hvíla sig. Hér er boðið upp á ferðalag inn á við þar sem þú ferðast í gegnum allan líkamann, hvern einsasta líkamspart, hverja einustu frumu og leyfir athygglinni að dvelja þar. Líkaminn fær svefn meðan athygglinn er vakandi og skýr. Í djúpslökun getur þú upplifað meiri slökun og hvíld heldur en í venjulegu svefn ástandi.
  > Skráning hér

KjarnaRæs ∞ Innri Styrkur með Arnóri
Sunnudaginn 15. Apríl   kl 12-14:)

Við ætlum svo sannarlega blása lífi í kjarnann okkar og stíga í okkar sanna kraft :) Í gegnum Jóga, öndun og tónlist ætlum við að stíga í styrkinn okkar og næra okkar innsta kjarna andlega og líkamlega. Þú færð tækifæri til að fara djúpt inn kjarnan þinn, finna hvatningu, viljastyrk og sjálfstraust til að stíga í þinn sanna kraft sem býr í þeirri mögnuðu veru sem að þú ert. Endum síðan á yndislegri djúpslökun og nærandi tónum frá ekta tíbeskum söngskálum ♥  
> Skráning hér

Öndunarnámskeið ∞ Líf~Andi Öndun
Hefst mán 16. Apríl- 14. Mai 2018
Þú ert alltaf andandi, en ertu meðvituð/aður um öndunina? Ertu að anda til fulls? Ertu að nýta lungun þín? Með bættri öndun getum við bætt líf okkar svo um munar. Þú bætir einbeitingu, þol, úthald, styrk, liðleika, ónæmiskerfið og vellíðan yfir höfuð. Losar þunglyndi, streitu, kvíða, reiði, gremju, sorg og vinnur gegn bólgum í líkamanum. Á þessu námskeiði förum við djúpt í andann okkar og munum læra öndunar æfingar sem að hjálpa okkur til betra lífs. Við munum innleiða öndunina í Jóga, æfingar, hreyfingu, og daglegt líf og fá þátttakendur heimavinnu til þess halda andanum andandi :) Námskeiði er í 5 vikur og er kennt á mánudögum klukkan 20:00 til 21:15. Verð: 15.900 kr.
> Skráning hér

HryggsúluRæs með Arnóri
Sunnudaginn 22. April kl  12-14
Aldur opinberast í sveigjanleika hryggssins       Með því að viðhalda sveigjanlegum hrygg eykur þú ekki einungis blóðflæðið til hryggjarinns heldur í allan líkaman. Allt taugakerfið tengist hryggnum og því eykst uppataka súrefnismagns til taugakerfisnins og nýtur það aukinar næringu. Þegar hryggurinn er sveigjanlegur og veigur eykst orkuflæði líkamans og lífið verður léttara og sveigjanlegra. Öll skilaboð líkamans ferðast í gegnum taugakerfið og því mikilvægt að viðhalda heilbrigðu kerfi :)
> Skráning hér

MjaðmaRæs  með Arnóri
Sunnudagur 8. Apríl 12:00 - 14:00 
Mjaðmirnar eru með stærstu liðum líkamans! Þær veita honum stuðning og jafnvægi til að bera líkamsþyngd okkar. Mjaðmaliðirnir eru eins og lamir milli efri og neðri hluta líkamans þar sem stærstu vöðvarnir okkar tengjast. Ástæður fyrir sársauka í mjöðmum getur verið margvíslegar, allt frá of miklu álagi til streitu vegna of mikillar setu.
   > Skráning hér

PÓSTLISTI
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu vikulegt fréttabréf!
UMSAGNIR
“Rope Yoga er frábært kerfi sem ég vildi að sem flestir leyfðu sér að kynnast og njóta.”

Ragnhildur Gísladóttir, Tónskáld
TÍMAR Í DAG