Rope Yoga Setrið
Rope Yoga er heilrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk. Þetta köllum við: HEILRÆKT

  
Sjáðu fyrir þér! 
Næsta námskeið hefst 12. mars 2019.
3 Þriðjudagskvöld frá kl 19:00 - 21:00
Máttur hjartans, þjálfun í núvitund og sjónsköpun ­– hefst þriðjudaginn 12. mars. TRYGGÐU ÞÉR ÞEKKINGUNA:
Að skapa framtíð þína og velsæld – viljandi! Að fara úr þoku til sýnar inn í farsæld og hamingju! Að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar! Að öll hamingja byggist á ábyrð og tilgangi! Að fyrirgefa þér og endurheimta vald þitt! Að VILJA þig skilyrðislaust og valda þannig lífi þínu!
> Skráning hér

Rope Yoga grunnur 
Hefjast 2. apríl 2019

Grunn námskeið fyrir alla sem langar til að kynnast Rope Yoga! Markmið námskeiðsins er að nemendur njóti betri tengsla við eigin líkama og huga. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt atgervi og að nemandinn öðlist aukinn styrk, samhæfingu og liðleika.
> Skráning hér

GloMotion HEILRÆKT 
Alltaf hægt að byrja!
Kraftmiklir 90 mínútna framhaldstímar með Guðna. Mán-Mið-Fös 6:15, 9:45, 17:15. Mikið aðhald fyrir þá sem vilja taka heilsuna föstum tökum. Það sem þú lærir og öðlast: Öflugan og virkan djúpkvið sem er kjarni þinnar tilvistar. Teygjur sem skila mýkt og flæði. Kraftmikla og skilvirka öndun sem er forsenda orku og úthalds.
> Skráning hér
Meðvitaðar mæður – Hefst í  mars. 
Námskeið í jóga, uppeldi og sjálfsrækt. 
Þetta er 7 vikna námskeið á fimmtudögum frá kl. 13:30-15:00. 

Rope Yoga æfingarkerfið er eins og sniðið til að styðja nýjar mæður til líkamlegs jafnvægis á ný að barnsburði loknum. Hver einasta hreyfing styrkir miðjuna og innri-magavöðvana sem bera okkur uppi í lífinu. Auk hugleiðslu og öndunaræfinga sem auka rými til að valda sér vel í þessu nýja hlutverki. Tímarnir eru líka hugsaðir sem tengslastund fyrir mæður sem tengja við meðvitað uppeldi og vilja tengjast öðrum mæðrum í sömu hugleiðingum. 

> Skráning hér
Rope Yoga flæði með Kristínu Ingvadóttur
Þriðjudagar og fimmtudagar kl.
08:40 - 09:50

ALLIR VELKOMNIR og hægt að byrja hvenær sem er.
Rope Yoga eykur styrk, úthald, samhæfingu og liðleika. Rope Yoga flæði námskeiðin leggja áherslu á öndunaræfingar, flæðisæfingar, stöðuæfingar, teygjur og slökun. Kennd eru lífsviðhorf Rope Yoga sem grundvöllur að lífi í kærleika og umhyggju. 

> Skráning hér

Djúpslökun og Tónheilun
með Arnóri

 Miðvikudagskvöld 2 x mánuði
 kl 20 - 21:15 
Skoða dagskrá

Þetta tími sem býður upp á rými þar sem þú getur leyft líkamanum að gefa alveg eftir meðan tilfinningar og hugur fá að hvíla sig. Hér er boðið upp á ferðalag inn á við þar sem þú ferðast í gegnum allan líkamann, hvern einsasta líkamspart, hverja einustu frumu og leyfir athygglinni að dvelja þar. Líkaminn fær svefn meðan athyglinn er vakandi og skýr. Í djúpslökun getur þú upplifað meiri slökun og hvíld heldur en í venjulegu svefn ástandi.
Skrá sig með að senda Arnóri póst: yogaraes@gmail.com
  >senda Arnóri póst

Máttur athyglinnar Fjarnámskeið
Sjálfstyrkingarnámskeið hefst  1. mars. Fyrsta skipti í fjarnámi þetta vinæla námskeið sem hefur verið í sal hjá okkur síðustu 12 árin.
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Viltu kraft til að breyta matarræðinu?
Viltu hafa meiri orku daglega?
Er erfitt að vakna á morgnana?


Máttur athyglinnar býður upp á verkfæri sem skerpa fókus og vinna með þér að settu marki á þínum tíma á netinu. Gríðarlega öflugt verkfæri til varanlegarar velsældar.
> Sjá nánar hér

PÓSTLISTI
Skráðu þig á póstlistann okkar
og fáðu vikulegt fréttabréf!
PDF
Bókin “Heilrækt” eftir Guðna Gunnarsson

PDF eintak býður þín hér
TÍMAR Í DAG
UMSAGNIR
“Rope Yoga er frábært kerfi sem ég vildi að sem flestir leyfðu sér að kynnast og njóta.”

Ragnhildur Gísladóttir, Tónskáld