Rope Yoga Setrið
Rope Yoga er heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk. 
Æfingar í vitund
Rope Yoga eru sjö mismunandi tegundum æfinga: böndin, flæðiæfingar, öndunaræfingar, stöðuæfingar, djúp teygjur, hægar lyftingar og mótstöðuæfingar með eigin líkamsþyngd í TRX böndum. Aðal áherslan er á líkamsvitund og styrk í kjarna líkamans     
Máttur hjartans
Hefst 24. október
Sjálfstætt framhald námskeiðsins Máttur athyglinnar. Hvernig gengur? Hefurðu nýtt Mátt athyglinnar til fulls? Lifirðu lífinu lifandi og í velsæld? Máttur hjartans, endurmenntun í núvitund og sjónsköpun. Máttur hjartans hefst 24. október og fer fram þrjú þriðjudagskvöld frá kl. 19:00 til 21:00 í Rope Yoga Setrinu, Garðabæ og kostar kr. 24.900.
> Skráning hér 
GloMotion CORE 
Alltaf opið og hægt að skrá sig
Kraftmiklir 90 mínútna framhaldstímar með Guðna. Mán-Mið-Fös 6:15, 9:45, 17:15 Mikið aðhald fyrir þá sem vilja taka heilsuna föstum tökum. Það sem þú lærir og öðlast: Öflugan og virkan djúpkvið sem er kjarni þinnar tilvistar. Teygjur sem skila mýkt og flæði. Kraftmikla og skilvirka öndun sem er forsenda orku og úthalds.
> Skráning hér
Rope Yoga Grunnnámskeið 
Hefst Þri.9. Jan´18
Byrjenda námskeið fyrir alla sem langar til að kynnast Rope Yoga! Markmið námskeiðsins er að nemendur njóti betri tengsla við eigin líkama og huga. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt atgervi og að nemandinn öðlist aukinn styrk, samhæfingu og liðleika.
> Skráning hér

Yoga Nidra með Ægi Rafni
Hefst 12. Október
Yoga Nidra iRest er útafliggjandi hugleiðsluaðferð þar sem líkaminn er notaður til að ná kjarnahugleiðslu og djúpslökun. Markmið Yoga Nidra er að efla uppsprettu allra þeirra eiginleika sem til þarf að lifa heilbrigðu, afkastamiklu og ánægjulegu lífi. Yoga Nidra færir þér tækni til að ná djúpri slökun, sleppa streitu, auka þolmörk og bæta samskipti, tækni sem hjálpar þér að hafa betri stjórn á lífi þínu. 
> Skráning hér
Máttur athyglinnar - Nú-Vitund 
Hefst 16. janúar 2018
LIFÐU LÍFINU TIL FULLS Orka, aðhald og varanlegur árangur. Vilt þú skilgreina tilgang þinn og markmið? Vilt þú tendra ástríður þínar og skapa þér sýn? Vilt þú kraft til að breyta mataræðinu? Vilt þú stuðning við að taka til í lífi þínu? Vilt þú hafa meiri orku daglega? Er erfitt að vakna á morgnana? Finnst þér stundum eins og einhver annar stjórni lífi þínu? Ef þú svaraðir JÁ við einni eða fleiri spurningum þá er Máttur athyglinnar - námskeiðið einmitt það sem þú vilt!
> Skráning hér

TRT Vefjalosun og hreyfifrelsi
Hefst aftur í Jan/Feb ´18
Vefjalosun og hreyfifrelsi! Stórkostlegt námskeið með Rakel Guðbjörnsdóttur heilsunuddara og BA í sálfræði. Núvitundarhugleiðsla og teygjur, bandvefs- og örvefslosun (TRT) er 3 vikna námskeið þar sem þátttakendur læra að nota nuddbolta á auma punkta í líkamanum (virkni punktar) ásamt slökunartækni og teygjum. Mánudaga og miðvikudaga kl. 20:30 - 21:45   Skrá mig núna!
Hugarró og friðsælt hjarta með Kundalini jóga
Dori Baldvinsson
Nýtt kemur fljótlega 


GloMotion-Rope Yoga Kennaranám
200 tíma kennaranám  
Hefst 28. september

GloMotion CORE kennararéttindi færa þér þá þekkingu, mátt og innblástur sem er nauðsynlegur til að leiða GloMotion CORE tíma og námskeið. Einnig lærir þú að hvetja og styðja nemendur til þess að skapa umgjörð um heildrækt og velsældarvitund sína og styrkja vegferðina þar sem nemandinn lærir að vera leiðtogi í sínu lífi. Sjá nánar hér
> Skráning hér 
Hefst miðvikudag 13. sept
kl. 19-20.15 og verður í 4 skipti 1 x viku 
(kennt verður í litlum hóp)
Upplifir þú streitu?
Finnst þér erfittt að sleppa tökunum?
Viltu öðlast meiri hugarró og upplifa friðsælt hjarta?

Á námskeiðinu lærir þú aðferðir til að kyrra hugann, sleppa áhyggjum og slaka á.
Lögð er áhersla á öndunaræfingar, léttar jógaæfingar, hugleiðslu og endurnærandi slökun.
Á námskeiðinu tileinkar þú þér verkfæri til að stjórna betur eigin líðan í krefjandi aðstæðum og munt finna kraftinn til að takast á við lífið af meiri yfirvegun og ró

> Skráning hér

PÓSTLISTI
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu vikulegt fréttabréf!
UMSAGNIR
“Rope Yoga er frábært kerfi sem ég vildi að sem flestir leyfðu sér að kynnast og njóta.”

Ragnhildur Gísladóttir, Tónskáld
TÍMAR Í DAG