Rope Yoga Setrið
Rope Yoga er heilrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk. 

  
2. Október - 16. Október
3 Þriðjudagskvöld frá kl 19:00 - 21:00
Máttur hjartans, þjálfun í núvitund og sjónsköpun ­– hefst þriðjudaginn 2. Október því það er gott að minna sig á, leiðrétta og vilja sig skilyrðislaust. Þú veist að þú býrð yfir mættinum til að breyta þínu lífi – enginn annar hefur þann mátt eða vald! Leynast enn einhver skilyrði innra með þér? Forsenda bjartrar framtíðar er listin að sjá fyrir sér – virk og máttug sjónsköpun byggð á heimild velsældar. TRYGGÐU ÞÉR LÆRDÓMINN: Að skapa framtíð þína og velsæld – viljandi! Að fara úr þoku til sýnar inn í farsæld og hamingju! Að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar! Að öll hamingja byggist á ábyrð og tilgangi! Að fyrirgefa þér og endurheimta vald þitt! Að VILJA þig skilyrðislaust og valda þannig lífi þínu!
> Skráning hér

Rope Yoga Grunnnámskeið 
Hefst 18. Sept. - 27. Okt.  2018

Byrjenda námskeið fyrir alla sem langar til að kynnast Rope Yoga! Markmið námskeiðsins er að nemendur njóti betri tengsla við eigin líkama og huga. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt atgervi og að nemandinn öðlist aukinn styrk, samhæfingu og liðleika.
> Skráning hér

GloMotion HEILRÆKT 
Alltaf opið og hægt að skrá sig
Kraftmiklir 90 mínútna framhaldstímar með Guðna. Mán-Mið-Fös 6:15, 9:45, 17:15 Mikið aðhald fyrir þá sem vilja taka heilsuna föstum tökum. Það sem þú lærir og öðlast: Öflugan og virkan djúpkvið sem er kjarni þinnar tilvistar. Teygjur sem skila mýkt og flæði. Kraftmikla og skilvirka öndun sem er forsenda orku og úthalds.
> Skráning hér
Máttur Athyglinnar - Nú-Vitund 
Mánudögum í júlí
17:15 - 18:30
Frjáls framlög 

Innri upplifun í gegnum hugleiðslur, öndun, djúpslökun og tónheilun! Upplifðu sjálfan þig og leiddu vitundina í hverja einustu frumu ♥ Framlög er frjáls :) Hafir þú áhuga á að taka þátt máttu endilega skráning hér

Eða senda póst á yogaraes@gmail.com svo við getum tekið frá pláss fyrir þig. Mikill kærleikur🙏  Djúpslökun og Tónheilun &  með Arnóri
 Miðvikudagskvöld
 kl 20 - 21:15 


Þetta tími sem býður upp á rými þar sem þú getur leyft líkamanum að gefa alveg eftir meðan tilfinningar og hugur fá að hvíla sig. Hér er boðið upp á ferðalag inn á við þar sem þú ferðast í gegnum allan líkamann, hvern einsasta líkamspart, hverja einustu frumu og leyfir athygglinni að dvelja þar. Líkaminn fær svefn meðan athyglinn er vakandi og skýr. Í djúpslökun getur þú upplifað meiri slökun og hvíld heldur en í venjulegu svefn ástandi.
  > Skráning hér

KjarnaRæs með Arnóri
Miðvikudagur 25. júlí
17:15 - 19:15

Við ætlum svo sannarlega blása lífi í kjarnann okkar og stíga í okkar sanna kraft :) Í gegnum Jóga, öndun og tónlist ætlum við að stíga í styrkinn okkar og næra okkar innsta kjarna andlega og líkamlega. Þú færð tækifæri til að fara djúpt inn kjarnan þinn, finna hvatningu, viljastyrk og sjálfstraust til að stíga í þinn sanna kraft sem býr í þeirri mögnuðu veru sem að þú ert. Endum síðan á yndislegri djúpslökun og nærandi tónum frá ekta tíbeskum söngskálum.  Skráning hér

Djúpnærandi Umbreyting með Arnóri / Aftur í upprunann
Fimmtudagana 5. & 19. júlí
kl 19:30 - 22:30

Velkomin/nn í friðsælt & kærleiksríkt rými þar sem þú getur tengst sjálfum þér og friðsældinni sem býr innra með þér. Við bjóðum þig velkomin/nn með ásetning. Hér er tækifæri til að ferðaast inn á við og leyfa ásetningnum að taka festu djúpt í kjarnanum þínum þar sem hann mun fá að vaxa og dafna! Sleppum taki á því sem þjónar okkur ekki og opnum fyrir nýja og nærandi orku ? Við byrjum þessa yndislegu stund að drekka 100% hreint Kakó frá Guatemala sem mun aðstoða okkur við ferðalagið inn á við. Tengjumst síðan líkama og anda með djúpri öndun. Opnum síðan líkamann með mjúkum og ljúfum teygjum sem hleypa lífsorkunni í hverja einustu frumu. 
> Skráning hér

HryggsúluRæs með Arnóri
Miðvikudagur 18. júlí  
kl  17:15 - 19:15


Aldur opinberast í sveigjanleika hryggssins
Með mjúku flæði, jógastöðum og helling af íslensku súrefni ætlum við að hleypa líforkunni í taugakerfið og næra hverja einustu frumu líkamans. Endum síðan tímann á djúpslökun og djúpnærandi nuddi fyrir taugakefið með ekta tíbeskum söngskálum ♥
> Skráning hér

MjaðmaRæs  með Arnóri
Miðvikudagur 11. júlí 
kl 17:15 - 19:15
 

Í þessu "Ræsi" færð þú tækifæri til að fara djúpt í mjaðmirnar þínar og losa eins mikið af orkutregðu og hugur/líkami er tilbúinn að sleppa. Endum síðan á yndislegri djúpslökun og nærandi tónum frá ekta tíbeskum söngskálum.
   > Skráning hér

Yoga 6 vikna grunnnámskeið með Arnóri Byrjar 27. Ágúst
Mánudagar og Fimmtudagar 
kl 19:45 - 21:00


Á þessu námskeiði förum við djúpt í kjarnann á Yoga og hvernig við getum nýtt okkur Yoga sem verkfæri til velsældar í hinu daglega lífi. Á namskeiðinu föru við yfir: • Öndun • Jógastöður • Djúpslökun • Orku • Jóga heimspeki • Hugleiðslu • Vitund Með Yoga ástundun nærum við okkar innsta kjarna öðlumst dypri tengingu við sjálfan okkur. Við ræktum og búum til jafnvægi milli huga, líkama og sálar. Losum streytu, endurstillum og róum taugakerfið. Við finnum fyrir meira frelsi, jafnvægi og styrk ásamt mörgu öðru. Þetta námskeið hentar öllum; byrjendum, vönum og alla þá sem vilja dýpka skilning sinn á Yoga!
> Skráning hér

PÓSTLISTI
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu vikulegt fréttabréf!
UMSAGNIR
“Rope Yoga er frábært kerfi sem ég vildi að sem flestir leyfðu sér að kynnast og njóta.”

Ragnhildur Gísladóttir, Tónskáld
TÍMAR Í DAG